Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 30. maí. kl. 17.00 í húsnæði Nýherja að Borgartúni 37. Dagskrá skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.


Tillaga til breytinga á lögum félagsins, ný 15. grein:

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi félagsins og þarf samþykki ⅔ fundarmanna. Eignir félagsins við slit þess skulu renna til bygginga- og viðhaldssjóða átthagafélaga í Sléttu- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu með það að markmiði að viðhalda húsum, kirkjum og kirkjugörðum i þeirra eigu eða umsjá.