Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2024

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn sunnudaginn 26. maí kl. 17 í sal Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, Flugvallarvegi 7, 102 Reykjavík. Salurinn er á 1. hæð og eru bílastæði fyrir framan hús. Húsið er miðja vegu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða.

 Dagskrá er skv. lögum félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
 3. Lagabreytingar
 4. Stjórnarkjör.
 5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
 6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
 7. Önnur mál.

 

Á fundinum verður m.a. farið yfir drög að aðgerðaráætlun fyrir Hornstrandafriðland 2024-2028

 

Árleg verkefni:

 • Ástandsmat unnið fyrir svæðið.
 • Almennt viðhald á innviðum svæðisins, s.s. kömrum og gönguleiðum.
 • Viðhald á vörðum.
 • Leitast verði við að halda gönguleðum greiðfærum með viðeigandi aðgerðum.

2024

 • Aðgengi að bryggju á Hesteyri bætt
 • Brýr yfir Hesteyrará
 • Fræðsluskilti við Höfn í Hornvík
 • Fræðslu og varúðarskilti við Straumnesfjall upp af Látrum í Aðalvík og Stekkeyri í Hesteyrarfirði
 • Lagfæring göngustígs við Tröllakamb milli Rekavík bak Hafnar og Hafnar í Hornvík
 • Gönguleiðin milli Hesteyrar og Kjaransvíkur
 • Aðgerðir til að hindra rof vegna ár og sjávar í kringum Læknishús og Búðina á Hesteyri
 • Fluttningur á tjaldsvæði í Fljótavík skoðaður

2025

 • Lagfæring gönguleiðar um Svaðagjá á Hornbjargi
 • Endurnýjun kamra
 • Brattir kaflar í gönguleið milli Atlaskarðs og Hlöðuvíkur
 • Pallur fyrir framan salernisaðstöðu á Hesteyri
 • Breikka göngustíg um Hesteyri
 • Vegpóstar á Sæbóli í Aðalvík
 • Tjaldsvæði í Fljótavík flutt

2026

 • Endurnýjun kamra
 • Brattir kaflar í gönguleið milli Hafnar í Hornvík og Veiðileysufjarðar lagaðir
 • Vegpóstar endurnýjaðir á Hesteyri og svæðinu þar í kring

2027

 • Endurnýja kamra
 • Brattir kaflar í gönguleiðum
 • Fræðsluskilti um Glúmsstaði í Fljótavík

2028

 • Endurnýjun kamra