Fundur í Hornstrandanefnd 6. júní 2011

Hornstrandanefnd fundaði 6. júní 2011. Á fundinum voru tekin fyrir eftirfarandi mál:

 1. Framkvæmdir á prestbústaðnum á Stað í Aðalvík.
  Rætt um endursmíði og breytingar á bíslagi (inngang) við Prestbústaðinn á Stað í Aðalvík.
  Nefndin gerir ekki athugasemd við framkvæmdina, enda ekki um teljandi breytingar á húsinu að ræða.
 2. Upplýsingagögn til landeigenda/sumarhúsaeigenda 2011.
  Landverðir munu heimsækja öll hús í friðlandinu 2011, ræða við landeigendur og afhenda þeim möppu með helstu upplýsingum og leiðbeingum varðandi umgengni í friðlandinu.
  Nefndin bendir á að gögn sem þegar eru til mætti fylgja möppunni s.s. samningur um byggingaleyfi og auglýsing um friðlandið á Hornströndum. Jafnframt að setja inn upplýsingar um hlutverk Umhverfisstofnunar í friðlandinu, störf landvarða og annað sem fróðlegt væri að vita.
 3. Jón Björnsson skýrði frá sumarstarfi 2011.
  Rætt var um ný leiðbeingaskilti, staðsetningu þeirra [Hesteyri, Sæbóli, Látrum, Fljótavík, Hlöðuvík, Höfn í Hornvík, Furufirði, Hrafnfirði og Veiðileysufirði] og umfang. Jafnframt um ferðir landvarða og helstu verkefni.
  Nefndin benti á nauðsyn þess að setja upp vegvísa á helstu aðkomuleiðum (Hesteyri, Sæból og Höfn), merkingu við staði þar sem sérstakrar aðgæslu er þörf (Posavogur) og nauðsyn þess að meta varhugaverðar gönguleiðir og lausn á þeim, ekki síst við forvaða. Jafnframt eru landverðir beðnir að huga að spottum sem nýttir eru sem handfestur víða í friðlandinu, s.s. við Tökin austan Hvarfnúps.
 4. Önnur mála: Fjarskipti. Rætt um fjarskipti í friðlandinu og þróun þeirra.

Fundargerðin.