Fundur í Hornstrandanefnd 8. desember 2011

Hornstrandanefnd fundaði 8. desember 2011. Á fundinum voru tekin fyrir eftirfarandi mál:

 1. Sjónarmið eigenda Heimabæjar I á Hesteyri vegna breytinga á Heimabæ II.
  Sævar Gerisson og Guðmundur Jón Jónsson kynntu sjónarmið eigenda Heimabæjar I vegna breytinga á Heimabæ II. 
  Nefndinni hafði einnig borist skrifleg kynning frá eigendum Heimabæjar II.
  „Lagt fram til kynningar. 
 2. Umsögn Hornstrandanefndar á teikningum vegna lagfæringa á Heimabæ II á Hesteyri.
  Eigendur Heimabæjar II sendu Ísafjarðarbæ umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga og lagfæringa á húsinu. Var óskaði eftir umsögn Hornstrandanefndar vegna umrædda breytinga. Nefndin telur að erfitt sé að gefa umsögn um umrætt mál þar sem framkvæmdum er þegar lokið.
  Nefndin gerir athugasemdir við umræddar teikningar. Telur nefndin að teikningin sé ekki í samræmi við ríkjandi byggingastíl á Hesteyri. Sérstaklega eru gerðar athugasemdir við útlit glugga, veltiglugga á þaki, breytingar á skorstein, hækkun þaks yfir viðbygginu og stækkun húss.
  Nefndin lýsir ánægju með endurbætur á húsum í friðlandinu þar sem húsin halda upprunalegu útliti en lýsir jafnframt áhyggjum af framkvæmdum sem unnar eru í friðlandinu án heimildar og telur að bragabót þurfi að vera þar á. Tryggja þarf að allar leyfiskyldar framkvæmdir í friðlandinu fari að settum lögum, s.s. breytingar á húsum, nýbyggingum o.fl.
  Jafnframt þarf að auka málshraða vegna afgreiðslu á framkvæmdabeiðnum og auðvelda fólki að sækja um. Til dæmis mætti gefa út að umsóknir þurfi að berast fyrir ákveðinn tíma að vetrinum ef svara sé vænst að vori, svo að hægt sé að hefjast handa um sumarið ef umsóknin er samþykkt.
  „Einnig er spurning hvort Umhverfisstofnun ætti ekki að senda fulltrúum í Hornstrandanefnd strax í símbréfi, ef erindi berast sem varða nefndina svo að afgreiðsla tefjist sem minnst.“
 3. Starfsemi liðsins sumars.
  Jón Björnsson, landvörður, fór yfir starfsemi liðsins sumars. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, greindi frá því að unnið væri að úrlausn á sorpmálum.
 4. Önnur mál:
  1. Rætt um tíðni funda. 
   „Leggja ber áherslu á að flýta afgreiðslu mála og fjölga fundum ef fleiri erindi berast. Jafnframt geta einstakir fundarmenn geta óskað eftir fundi hvenær sem er, ekki síst ef mál liggur fyrir sem þarf skjótrar úrlausnar. “
  2. Rætt var um hvort halda ætti fund á Ísafirði.
  3. Bréf til landeigenda liggur nú fyrir til dreifingar.
  4. Vorfundur

Fundargerðin