Leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir ferðir vélsleða í Hornstrandafriðlandi

Undanfarið hefur borið á því að hópar vélsleðamanna/kvenna hafi sést innan friðlandsmarka Hornstranda, en samkvæmt 2. gr. auglýsingar nr. 332/1985 þarf leyfi Umhverfisstofnunar fyrir slíkum ferðum.

Svæðið er nokkuð snjólétt eins og sakir standa og því talin hætta á því að aka þurfi yfir snjólaus svæði til þess að komast áleiðis innan þess. Í ljósi þess hefur Umhverfisstofnun sammælist með Lögreglustjóranum á Vestfjörðum að senda út tilkynningu þess efnis að minna á ákvæði friðlýsingar sem banna slíka umferð, nema leyfi komi til.