Mikið rusl tínt Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík

Fyrsti hópurinn kominn í land í Kjaransvík
Fyrsti hópurinn kominn í land í Kjaransvík
1 af 7

Mikill fjöldi fólks sigldi með bát Sjóferða og svo gekk fjörur í Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík í dag. Safnað var saman rusli í fjörum og ósum. Er óhætt að segja að mikið rusl safnaðist. Björgunarfélag Ísafjarðar kom með pramma og fyllti hann af rusli, en þó er um helmingurinn ef eftir í fjörum. Áætlað er að það rusl  sem fór í prammann vikti á bilinu 4-5 tonn.

Ferðin hófst um kl. 8.00 þegar sjálfboðaliðar komu saman í Guðrúnu Kristjáns, bát Sjóferða Hafsteins og Kiddýar. Siglt var sem leið lá fyrir Rit, Straumnes og Kögur inn á Hlöðuvík. Fyrsti hópurinn fór í land við Teigkamb í Kjaransvík og gekk þaðan inn að Kjaransvíkurá. Næsti hópur fór í land við Kjaransvíkurá og hreinsaði í kringum hana og gekk inn að Hlöðuvíkurós og áfram að Bæjum. Þriðji hópurinn fór í land í Hælavík og gekk út undir Hæl og inn að tóttum gamla bæjarins. Fjórði hópurinn fór í land undir Skálakamb og gekk inn að Búðum. Allir hóparnir fengu með sér nesti í boði nokkurra fyrirtækja á Ísafirði.

Voru um 50 manns sem tóku þátt í átakinu, sjálfboðaliðar sem gengu fjörur, skipverjar á Guðrúnu Kristjáns og björgunarsveitarmenn sem söfnuðu rusli í pramma til flutnings til Ísafjarðar. Að ógleymdum þeim sem skipulögðu starfið, öfluðu veitinga og smurðu nestið.

Þegar fjörur höfðu verið gengnar var kveikt undir grilli og grillað ofan í mannskapinn áður en haldið var til Ísafjarðar að nýju. 

Að átaknu komu nokkrar stofnanir og fyrirtæki: