Sléttu- og Grunnavíkurhreppur í Vestfjarðarriti VI

Björgvin Bjarnason óskar eftir myndum af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við skrif um hreppana. Meðfylgjandi er erindi Björgvins:

Ágætu Sléttuhreppingar og Grunnvíkingar

Undirritaður hefur tekið að sér fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða að hafa umsjón með útgáfu Vestfjarðarits VI sem á að ná yfir Norður-Ísafjarðarsýslu. Áformað er að bókin verði með svipuðu sniði og bækurnar um Vestur-Ísafjarðarsýslu og Austur- og Vestur-Barðastrandasýslur. Í upphafi almennur kafli um sýsluna í heild en síðan sér kafli um hvern hinna 9 hreppa sem voru á svæðinu.

Í upphafi kaflans um hvern hrepp verði stutt ágrip um hreppinn ca. 2-5 bls. En síðan verði litmynd, helst nýleg, af hverjum bæ eða bæjarstæði ásamt myndum af síðust ábúendum eða þeim sem lengi hafa búð ef myndir verða tiltækar. Þá veður mjög stutt lýsing á staðsetningu jarðarinnar og síðan yfirlit yfir ábúendur á 20 öldinni.

Mikið af þeim heimildum sem vantar eru tiltækar í Sléttuhreppur áður Aðalvíkursveit.

Það sem undirritaðan vantar eru nýjar eða nýlegar litmyndir af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við yfirferð og/eða skrif um hreppinn og ábúendur.

Með von um að einhver sé fús til aðstoðar sendi ég þetta bréf.

Björgvin Bjarnason
s. 8440179 bb@bolungarvik.is