Stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandafriðland hefur nú verið staðfestaf umhverfis- og auðlindaráðherra.

Vinna við stjórnunar- og verndaráætlun hófst 2017 og í samráðshópi voru fulltrúar Umhverfisstofnar, LSG og Ísafjarðarbæjar. Í nóvember 2017 var haldinn opinn fundur á Ísafirði með þátttöku um 50 manns og seinna í sama mánuði var fundur með félagsmönnum LSG í Reykjavík og svipaður fjöldi sótti þann fund. Samantekt frá samráðsfundum.

Drög að stjórnunar- og verndaráætlun voru kynnt fyrir félagsmönnum LSG á fundum í Reykjavík og á Ísafirði í júní 2018 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. júlí 2018. Glærur frá kynningarfundi í Reykjavík 14. júní 2018.

Að fresti loknum voru gerðar breytingar og lagfæringar og að lokum fóru drögin til staðfestingar í Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem staðfesti áætluna og tók hún gildi 15. febrúar 2019.

Stjórnunar- og verndaráætlunin