Stjórnunar- og verndaráætlun í kynningu

Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandafriðland.

Nánari upplýsingar og drög að stjórnunar- og verndaráætlun.

Ráðgert er að halda kynningarfundi fyrir landeigendur á tillögunni og ferlinu.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 17. júlí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.