Þjónusta báta sumarið 2012

Sumarið 2012 verða a.m.k. þrír sem þjónusta ferðalanga á Hornströndum.

Bjarnarnes - Borea

Sigurður Hjartarson seldi Skútusiglingum ehf. (Borea) Bjarnarnesið (Sjótaxa). Bjarnarnesið verður í áætlunarsiglingum frá Bolungarvík um Jökulfirði tvisvar á dag 4 daga vikunnar. Einnig verður siglt í Aðalvík. Yfirlit yfir áætlunarferðir og verð er á vef Vesturferða.

Freydís ÍS og Sigmar ÍS

Fraktflutningar frá Bolungarvík verða í boði á Freydísi ÍS sem er með mikið pláss á dekki og í lest, hægt er að hífa hluti allt að 500 kg. Möguleiki er á að Sigmar ÍS verði í trússi og farþegaflutningum, þ.e. ef hann verður ekki seldur. Sigmar tekur 10 farþega. Frekari upplýsingar eru á á freydis.is

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

Sjóferðir H&K gera út frá Ísafirði og sigla í Jökulfirði, Aðalvík, Hornvík og fleiri staði. Sjóferðir H&K hafa yfir að ráða þremur bátum sem taka frá 30 upp í 48 farþega. Yfirlit yfir áætlunarferðir og verð er á vef Vesturferða.