Undirbúningur að gerð verndaráætlunar fyrir Hornstrandarfriðland hafinn

Hafinn er undibúningur að gerð verndaráætlunar fyrir Hornstrandafriðland. Landverðir Hornstrandafriðlandsins, Jón Björnsson og Jónas Gunnlaugsson, héldu í apríl rýnifund með ýmsum hagsmunaaðilum. Rætt var um gerð verndaráætlunar og hvernig væri best að standa að henni fyrir Hornstrandafriðlandið. Hér að neðan er fundargerð frá rýnifundinum.

 

 

Rýnifundur til undirbúnings verndaráætlunargerð fyrir Hornstrandarfriðlandið

haldinn á Hótel Ísafirði þriðjudaginn 17. apríl 2012

Mættir: Ralf Trylla, Þorleifur Eiríksson, Jósef Vernharðsson, Andrea Sigrún Harðardóttir, Erla Kristjánsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Sölvi Sólbergsson, Heimir Hansson, Gunnar Eydal, Jóhann Birkir Helgason, Jónas Gunnlaugsson, Jón Björnsson.


Jón bauð fundargesti velkomna og fór yfir efni fundarins.

 

Jón fór yfir hvað verndaráætlun væri, hvernig þær væru unnar og til hvers þær væru gerðar. Umræður sköpuðust um gildi verndaráætlana og hvað ynnist með gerð þeirra. Einnig var velt upp lagalegri stöðu þeirra, hvort það væru einhver lög sem þær styddust við og/eða lög sem styddi við þær og þær aðgerðir sem þar væri ákveðið að fara í. Ekki fékkst niðurstaða í þetta mál og mun Jón kanna það hjá lögfræðingum Umhverfisstofnunar.


Næst kynnti Jón friðlýsinga/verndarflokkun Hornstrandafriðlandsins, bæði eins og það hefur verið samkvæmt íslenskum lögum og hvernig það er flokkað samkvæmt flokkun IUCN (Alþjóða náttúruverndarsamtakanna), sem fyrirhugað er að taka upp á Íslandi samkvæmt Hvítbókinni sem nú er til umræðu. Einnig velti Jón því upp hvort meta ætti friðlandi sem eina heild eða hvort það ætti að svæðaskipta því. Orðið gefi laust og spunnust umræður um hvort vinna ætti deiliskipulag fyrir ákveðin svæði innan friðlandsins samhliða verndaráætlunarvinnu. Einnig hvort aðalskipulag sveitarfélagsinseða hugsanleg verndaráætlun friðlandsins væri rétthærra. Fram kom að verndaráætlun tæki mið af aðalskipulagi hverju sinni.


Hverjir vilja vera með í verndaráætlunarvinnunni og hverjir eiga að taka þátt í henni?Bent var á að byrja þyrfti á að skilgreina hverjir væru hagsmunaaðilar varðandi friðlandið. Einnig kom fram að stýrihópurinn, sem kæmi til með að stjórna vinnunni, yrði ekki stærri en10 manns og að lykilatriði væri að fá utan að komandi aðila til að stýra og stjórna vinnunni við gerð áætlunarinnar. Það væri dýrara en miklu betra utanumhald yrði um vinnuna og kostnaðinn sem fylgdi henni. Þá kom ábending um að opna þyrfti heimasíðu þar sem hægt væri að fylgjast með framvinduáætlunarvinnunni og koma með hugmyndir og athugasemdir. Spurning hvort ekki væri hægt að fá inni á heimasíðu landeigenda[félagsins] www.hornstrandir.is


Spurt var hve mikill kostnaður væri við vinnu verndaráætlunar og hvort og þá hversu mikið fjármagn Hornstrandastofa hefði til vinnunnar? Fram kom hjá Jóni að á þessu ári væri ekkert fjármagn ætlað til verndaráætlunarvinnu en stefnt væri að fá fjármagn á næst ári.


Þá var rætt um hvaða aðilar ættu að sitja í stýrihópnum. Fram komu hugmyndir um eftirfarandi aðila:

  • Landeigendur í friðlandinu(3)
  • Landeigendafélagið Skor(1)
  • Náttúrustofa Vestfjarða(1)
  • Ferðaþjónustuaðilar/Ferðamálasamtök Vestfjarða (1)
  • Ísafjarðarbær(1)
  • Almenningur/samtök útivistarfélaga (1) (Gæti verið Ferðafélag Ísafjarðar)
  • Hornstrandastofa(2)

(Tölur í sviga eru hugmyndir JG um fjölda fulltrúa)