Vefur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Landeigendafélagið hefur opnað vef með upplýsingum um félagið. Veffangið er www.hornstrandir.is.

Landeigendafélagið er í samstarfi með Átthagafélögum Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði um vefsvæði. En átthagafélögin nota veffangið www.slettuhreppur.is til að vísa á sama vef.

Á vefnum eru upplýsingar um félagið, s.s. stjórnarmenn, lög félagins, fréttir frá félaginu. Þá er skráningarsíða fyrir nýja félagsmenn og hægt er að senda stjórn fyrirspurn. Þarna eru einnig upplýsingar um Hornstrandanefnd sem er ráðgjafanefnd um málefni friðlandsins, en í henni eiga sæti fulltrúar Landeigendafélagins, Ísafjarðarbæjar og Umhverfisstofnunar.