Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 11. janúar 2015

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

11. janúar 2015

 

Sigríður Helga Sigurðardóttir, formaður félagsins, setti fundinn kl. 15:10 og stakk upp á Finnbirni Aðalvíkingi Hermannssyni sem fundarstjóra - það var samþykkt með lófataki.

 

Fundarstjóri tók við fundarstjórn.

 

Fundarstjóri stakk upp á Ingva Stígssyni sem fundarritara og var það samþykkt með lófaklappi.

 

Fundarstjóri lýsti fundinn löglega boðaðann og ekki voru gerðar athugasemdir við það.

 

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2014.
  Sigríður formaður fór yfir störf ársins. Fundað hefur verið að meðaltali einu sinn ií mánuði. Sigríður þakkaði stjórn vel unnin störf. Á síðasta aðalfundi var stofnaður minningarsjóður. M.a. þorrablót í janúar. Messa og messukaffi í Áskirkju maí. Kaffinefnd eru þökkuð vel unnin störf.  Bygginganefnd eru þakkað sitt framlag sem og þeir sem tekið hafa þátt í vinnuferðum. Kirkjugarðsnefnd er þökkuð vel unnin störf og einnig þeim sem tekið hafa til hendinni í kirkjugarðinum. Náin og góð samvinna við átthagafélagið á Ísafirði. DVD diskurinn Átthagar er enn til sölu. Félagsmenn eru hvattir til að fá fleiri í félagið. Félagið var stofnað 1950 og er því 65 ára í ár.
  Fundarstjóri lagði til að umræða um skýrslu stjórnar færu fram með umræðu um reikninga félagsins og voru ekki gerðar athugasemdir við það.

 2. Endurskoðaðir reikningar félagsins.
  Jónína Vala Kristinsdóttir, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Skoðunarmenn höfðu samþykkt reikningana án athugasemda. Heildartekjur námu 1.752.595 kr. Heildargjöld námu 1.399.209 kr. Tekjur umfram gjöld námu 353.386 kr. Heildareignir nema 3.378.839 kr.
  Kirkjugarðssjóður á eignir upp á 65.685 kr.
  Minningarsjóður hafði tekjur upp á 329.631 kr. og útgjöld upp á 1.086 kr. Heildareignir eru 329.631 kr.
  Fundarstjóri opnaði á umræðu um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
  Spurt var um þjónustugjöld og svaraði gjaldkeri því til að það væri vegna innheimtu félagsgjalda.
  Fundarstjóri bar upp reikninga félagsins, minningarsjóðs og kirkjugarðssjóðs og voru þeir samþykktir mótatkvæðalaust.

 3. Kosning formanns.
  Fundarstjóri stjórnaði kosningu.
  Sigríður Helga Sigurðardóttir var endukjörin formaður með lófaklappi án mótframboðs.

 4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda
  Fundarstjóri stjórnaði kosningu.
  Jónína Vala Kristinsdóttir var endurkjörin gjaldkeri með lófaklappi án mótframboðs.
  Ingvi Stígsson var endurkjörinn ritari með lófaklappi án mótframboðs.
  Fimm framboð bárust í stöður þriggja meðstjórnenda:
  Smári Sveinsson og Bjargey Gísladóttir gáfu kost á sér til endurkjörs. Að auki buðu sig fram Unnar Hermannsson, Ólöf Björnsdóttir og Sigrún Þorvarðardóttir.
  Eftir að frambjóðendur kynntu sig stjórnaði fundarstjóri kosingu með aðstoð frá Sigríði formanni og Jónínu gjaldkera.
  Greidd atkvæði voru 50 og skiptust þannig:

  • Bjargey 48 atkvæði

  • Smári 47 atkvæði

  • Unnar 31 atkvæði

  • Ólöf 21 atkvæði

  • Sigrún 3 atkvæði

Kosningu hlutu því Bjargey Gísladóttir, Smári Sveinsson og Unnar Hermannsson.
Spurning kom frá Matthildi Guðmundsdóttur um hvort ekki þyrfti varamenn. Þórólfur Jónsson sagði frá því að áður hefðu verið 3 aðalmenn og 3 varamenn en lögunum var breytt og varamenn gerðir að meðstjórnendum.

 1. Skoðunarmenn reikninga.
  Fundarstjóri stjórnaði kosningu.
  Endurkjörnar voru Kristín Sveinsdóttir og Ólöf Björnsdóttir með lófaklappi.

 2. Árgjald félagsins.
  Árgjaldið hefur verið 2.500 kr. undanfarin ár og stakk gjaldkeri upp á óbreyttu gjaldi.
  Var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 3. Önnur mál.

  • Matthildur Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs. Ekki sammála vali á stað fyrir þorrablótið. Það þarf að leggja bíl ansi langt frá. Of þröngt á milli borða. Það komust ekki allir í aðalsalinn. Hljóðkerfið virkaði ekki undir ræðuhöldum. Súrmaturinn, skorinn í of þunnar sneiðar. Ekki ástæða til að borða steik á þorrablóti. Salernisaðstaða ófullnægjandi. Danssýningin sást illa. Dansaðstaðan ófullnægjandi, of smátt dansgólf. Tónlistin ekki við hæfi og of hávær. Harmar misskilning á síðasta aðalfundi með stjórnarkjör. Óskar núverandi stjórn innilega til hamingju og þakkar stjórn fyrir öll góðu störfin sem hún hefur unnið.

 

Gert var hlé á fundi og fundarmönnum boðið upp á kaffiveitingar.

 

Jón Björnsson landvörður flutti erindi og fjallaði um samstarf, samskipti og tillitssemi í friðlandinum.

Fram kom í máli hans að Hornstrandafriðlandið verði 40 ára 28. febrúar. 4.600 manns heimsóttu friðlandið. 5 tonn af sorpi hreinsuð úr fjörum í Hælavík, Hlöðuvík og Kjaransvík. Hornstrandir eina svæðið sem “wildernes” svæði. Unnið að lagfæringum á göngustígum og viðhaldi á vörðum. Nauðsynlegt að ná samkomulagi um umgengni um svæðið.  Skoða þarf sorpmál, umferð ökutækja, hundahald og fl. Sýna nágrönnum tillitssemi.

 

Aukin bátaumferð, fiskeldi og fleira. Ósætti milli heimamanna ógnar svæðinu. Fjórhjól, gæludýr, umgengni (sorp, byggingarefni), friður og ró og framkvæmdir.

 

Mega skemmtiferðaskip að koma inn á víkurnar og setja fólk í land? Ekkert sem bannar það. Þó ætti að þurfa leyfi landeigenda til að markaðssetja land annarra. Næsta stóra verkefni er verndaráætlun fyrir friðlandið.Fundi slitið 17:20.

Fjöldi fundarmanna var 52.

Fundargerð ritaði Ingvi Stígsson.