Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 15. janúar 2012, klukkan 16:00 í Brautarholti 4A, 2. hæð.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla stjórnar. 
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis. 
  3. Kosning formanns. 
  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda. 
  5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga. 
  6. Ákvörðun tekin um árgjald félagsins. 
  7. Önnur mál. 

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum:  

  • Jón Björnsson landvörður Hornstrandafriðlands. 
  • Sýndar verða myndir frá Aðalvík úr safni Benedikts Magnússonar.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Þorrablótið Átthagafélagsins verður haldið laugardaginn 28. janúar 2012 í Sal Þróttara í Laugardalnum, nánar auglýst síðar.