Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 16. janúar 2011, klukkan 16:00

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldinn sunndaginn 16. janúar 2011, klukkan 16:00 í Brautarholti 4A, 2. hæð.

 Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla stjórnar.

  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.

  3. Kosning formanns.

  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.

  5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.

  6. Ákvöðun tekin um árgjald félagsins.

  7. Önnur mál.

  • Stjórn félagsins mun bera upp eftirfarandi tillögu að lagabreytingum:

    1. mgr. 6. gr. orðist svo:

    Aðalfundur skal haldinn árlega í janúar og skal boða til hans með minnst 2ja vikna fyrirvara. Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.“
     

  • Að loknum venjulegum aðalfundarfundarstörfum:

    Erling Ásgeirsson formaður Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps kynnir Landeigendafélagið.

    Myndasýning frá vinnu við Staðarkirkjuna sl. sumar (Jónína) og einnig kirkjuferðinni 17. júlí sl. (Ingvi).

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar.