Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 24. janúar í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is

Verðið er kr. 6.700 kr. á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2015 í skýringu.


Dagskrá:
Húsið opnað kl. 19:00
Borðahald hefst c.a. kl. 20-20:15

Formaður býður gesti velkomna og setur þorrablótið
Veislustjóri, Alma María Rögnvaldsdóttir, tekur við
 
Matur

Sungið úr söngheftum

Ræðumaður kvöldsins, Unnur Berglind Friðriksdóttir frá Látrum

Minni karla. Á eftir er sungið Táp og fjör og frískir menn
Minni kvenna. Á eftir er sungið Fósturlandsins Freyja

Skemmtiatriði
Jón Ingi Stefánsson syngur

Happadrætti 

Sungið meira úr söngheftum

Hljómsveit hússins spilar fyrir dansi fram eftir kvöldi