Fréttabréf Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði í nóvember 2013.

Ágætu Grunnvíkingar!

 

Í upphafi vetrar hittist stjórn Grunnvíkingafélagsins og lagði drög að fréttabréfi haustsins. Það sem helst hefur borið við hjá okkur frá því síðasta bréf barst ykkur er eftirfarandi:

 

Aðalfundur: Á aðalfundi félagsins s.l vor var gengið frá þeim lagagreinum félagsins sem vísað hafði verið til frekari skoðunar árinu áður. Eftirfarandi greinar voru samþykktar:

   

8. gr. Ákvörðun um að slíta félaginu eða sameina það öðrum félagsskap skal tekin á aðalfundi og skal tillaga þess efnis koma fram í fundarboði til aðalfundar. Til að slíta félaginu þarf samþykki ¾ hluta fundarmanna.

 

9. gr. Verði félagið lagt niður skulu eigur þess seldar og andvirði þeirra renna í sjóð til viðhalds kirkjunum að Stað í Grunnavík og í Furufirði.

 

10. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess 2/3 hluta greiddra atkvæða.

  

Þá tilkynnti Hlíf formaður félagsins að á næsta aðalfundi þyrftu félagsmenn að kjósa sér nýjan formann þar sem hún gæfi ekki lengur kost á sér í stjórn félagsins. Félagsmenn þurfa því að fara að leita sér að nýjum formanni og eru ábendingar í þá átt vel þegnar.

   

Flæðareyri: Að venju var farin vinnuferð í Flæðareyri. Allt timburverk var rifið innan úr eldhúsinu og gert við loftbita. Ástæða lekans sem vart varð við í fyrravetur fannst, gamalt ónotað niðurfall og var því lokað. Einnig var þrifið og litla herbergið hægra megin við sviðið málað. Til stendur að skipta um glugga í eldhúsinu og klæða það að innan næsta sumar og í framhaldi af því að setja upp nýja innréttingu. Þá er fyrirliggjandi að skipta þarf um aðra glugga í húsinu og endurnýja ofnakerfið.

   

Höfði. Aðsókn að Höfða í sumar var sú besta síðan við eignuðumst húsið og komust færri að en vildu. Gott útlit er fyrir veturinn og þeim sem ætla sér ákveðinn tíma þar er bent á að panta með góðum fyrirvara. Höfði er í umsjón Þóru Einarsdóttur og Ægis Ólasonar og gefa þau allar nánari upplýsingar í síma 845-6090. Einnig er hægtsenda þeim póst á netfangið aegirogthora@simnet.is.

 

Heimasíða félagsins sem Ernir Ingason sér um vex og dafnar og margt skemmtilegt er þar að finna. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við hann með ábendingar um efni og að lána myndir sem leynast í gömlum albúmum til að skanna inn á síðuna. Þetta er síðan okkar allra og við þurfum að hjálpast að við að gera hana sem veglegasta. Undir hornstrandir.is. finnið þið tengil á Grunnvíkingafélagið á Ísafirði.

 

Grunnvíkingabók: Árlega seljast nokkur eintök af Grunnvíkingabókinni. Auk þess að vera til sölu hjá stjórn félagsins er hægt að fá hana hjá Inga Jóhannessyni s. 456-3646, Kristjáni Friðbjarnarsyni s. 456-3589 og Matthildi Guðmundsdóttur s. 456-7295 hér fyrir vestan. Fyrir sunnan fæst hún hjá á Kristbirni Eydal s. 581-2918 Bókin kostar 5000 kr.

 

Nýir félagar. Á aðalfundi félagsins s.l. vor skráðum við nokkra nýja félagsmenn, ungt fólk sem á rætur sínar að rekja norður fyrir Djúp og vill hlúa að þeim. Við auglýsum áfram eftir fleiri félögum. Við erum fjölskylduvænt félag þar sem finna má eitthvað fyrir alla aldurshópa. Í lögum félagsins segir að félagsmenn geti allir þeir orðið sem átt hafa heima í Grunnavíkurhreppi, fjölskyldur þeirra, afkomendur, makar þeirra og aðrir velunnarar.

 

Netföng: Gott væri að fá netföng fleiri félagsmanna. Vinsamlegast sendið upplýsingar um ný eða breytt net og heimilisföng á hlif@simnet.is

 

Það sem er framundan: Búið er að ákveða eftirfarandi dagskrá vetrarins og tilnefna fólk í nefndir.

 

Aðventufagnaður verður í Kiwanishúsinu Sigurðarbúð fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember kl. 15:00.

 

Aðventufagnaðurinn er fjölskylduskemmtun með aðaláherslu á börnin. Með aðventufagnaðinum hefjum við undirbúning jólanna, föndrum, spjöllum, syngjum og spilum bingó, um leið og við röðum í okkur smákökum og öðru góðgæti, ásamt tilheyrandi drykkjum. Við hvetjum fólk til að koma í Sigurðarbúð þennan dag þó það sé barnlaust, flétta sér eina körfu eða músastiga og upplifa stemminguna.

 

Þorrablótið verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal 8. febrúar.Búið er að panta húsið og semja við hljómsveit.

 

Sumarkaffið verður um sumarmálin. Dagsetning á því verður ákveðin í samráði við nefndina.

 

Eftirfarandi fólk hefur verið tilnefnt í nefndir félagsins þetta árið.

 

 

 

Aðventunefnd:

Hlíf Guðmundsdóttir

Sigrún Elísabet Halldórsdóttir

Hulda Veturliðadóttir

Hákon Óli Sigurðsson

Birkir Stefánsson

 

Sumarkaffisnefnd:

Sigrún Guðmundsdóttir

Brynjar Ingason

Sævar Gestsson

Gerða Helga Pétursdóttir

 

Þorrablótsnefnd:

Rebekka Pálsdóttir

Kristín Oddsdóttir

Matthildur Guðmundsdóttir

Rúnar Eyjólfsson

Sig. Bjarki Sigurvinsson

Hafþór Gunnarsson

Vésteinn Rúnarsson

Salome Ingólfsdóttir

Elvar Ari Stefánsson

Eva Karen Sigurðardóttir

 

 

Stjórn Grunnvíkingafélagsins skipa:

Hlíf Guðmundsdóttir, formaður, s. 456-4321

Brynjar Ingason, gjaldkeri s. 456-5215

Rannveig Pálsdóttir, ritari s. 456-3696

Elvar Ingason meðstjórnandi s. 456-3478

Óskar Kárason, meðstjórnandi s 456-4252

 

 

 

 Með bestu kveðjum.

 Fyrir hönd stjórnar Grunnvíkingafélagsins