Fréttabréf Grunnvíkingafélagsins í nóvember 2012.

Ágætu Grunnvíkingar!


Um veturnætur hittist stjórn Grunnvíkingafélagsins og lagði drög að fréttabréfi haustsins. Það sem helst hefur borið við hjá okkur frá því síðasta bréf barst ykkur er eftirfarandi.


Á aðalfundi félagsins s.l. vor varð breyting á stjórn þess. Kristján Friðbjörnsson gaf ekki lengur kost fá sér til stjórnarsetu, í hans stað var Elvar Ingason kosinn. Farið var yfir lög félagsins á aðalfundinum og lítilsháttar breytingar gerðar á þeim, en ljóst er að á næsta aðalfundi þarf lagabreytingar þar sem í lögunum þarf að vera ákvæði um hvað verði um eigur félagsins verði það lagt niður. Skipuð verður nefnd til að fara yfir lögin og gera tillögur að breytingum. 

Í júní fór húsnefnd Flæðareyrarhússins norður og undirbjó staðinn fyrri hátíð sumarsins. Hátíðin var síðan haldinn að venju fyrstu helgina í júlí. Líklega hafa um 500 manns komið í Flæðareyri þessa helgi. Dagskrá var hefðbundin en margir söknuðu þess að hafa ekki harmonikkuleikara því þannig tónlist tilheyrir staðnum. Farið var í heimsókn á bæina að Dynjanda og Höfða þar sem heimamenn tóku á móti gestum, fræddu þá um nágrennið, sögðu sögur frá liðinni tíð og af sveitungunum jafnframt því sem bornar voru fram veitingar. Kærar kveðjur og þakkir til gestgjafa okkar.

Í september var haustferðin farin og gengið frá staðnum fyrir veturinn. Þá var einnig komið við í Grunnavík og hlerar settir fyrri kirkjugluggana. Smiðir félagsins eru tilbúnir með nýja hlera, en tíminn var of naumur til að koma þeim fyrir og bíða þeir því í kirkjunni til næsta árs.


Af HÖFÐA. Sameiginlegu sumarhúsi okkar er það að frétta að aðsókn að húsinu var góð í sumar ogverður það til útleigu í vetur eins og undanfarin ár. Þrátt fyrir góða nýtingu sjáum fram á að hækka þurfi gjaldskrána þar sem innkoma ársins nægir tæplega fyrir föstum útgjöldum. Tilvalið er fyrir okkur Vestfirðinga að nota Höfða sem gististað þegar við förum milli Ísafjarðar og suðurlandsins. Höfði er í umsjón Þóru Einarsdóttur og Ægis Ólasonar og gefa þau allar nánari upplýsingar í síma 845-6090. Einnig er hægtaðsenda þeim póst á netfangið aegirogthora@simnet.is.


Heimasíða félagsins sem Ernir Ingason sér um vex og dafnar og margt skemmtilegt er þar að finna. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við hann með ábendingar um efni og myndir sem leynast í gömlum albúmum. Þetta er síðan okkar allra og við þurfum að hjálpast að við að gera hana sem veglegasta.

Undir hornstrandir.is. finnið þið tengil á Grunnvíkingafélagið á Ísafirði.


Árlega seljast nokkur eintök af Grunnvíkingabókinni. Auk þess að vera til sölu hjá stjórn félagsins er hægt að fá hana hjá Inga Jóhannessyni s. 456-3646 og Matthildi Guðmundsdóttur s. 456-7295 hér fyrir vestan. Fyrir sunnan fæst hún hjá á Kristbirni Eydal s. 581-2918 Bókin kostar 5000 kr.


Það ánægjulega hefur gerst að stjórn félagsins hafa borist nokkrar óskir frá fólki um að ganga til liðs við félagið og er hverjum nýjum félagsmanni fagnað. Stöðugt verður erfiðara fyrir okkur að fá fólk til að starfa í nefndum á vegum félagsins þar sem margir félagsmenn eru farnir að eldast og einnig eru margir búsettir annars staðar og hafa því ekki tök á, vegna búsetu sinnar, að vinna með félaginu eins og þeir kannski vildu. Við viljum sérstaklega hvetja þá sem áttu góðar stundir í Flæðareyri síðastliðið sumar og að taka þátt í starfi félagsins og hafa mótandi áhrif á það. Í lögum félagsins segir að félagsmenn geti allir þeir orðið sem átt hafa heima í Grunnavíkurhreppi, fjölskyldur þeirra, afkomendur, makar þeirra og aðrir velunnarar. Með öðrum orðum við erum að auglýsa eftir fleiri félögum.


Verið er að ganga frá innheimtu á félagsgjöldum fyrri 2012 og kemur tilkynning um þau í heimabanka til þeirra sem hann nota.


Búið er að ákveða eftirfarandi dagskrá vetrarins og tilnefna fólk í nefndir.


Aðventufagnaður verður í Kiwanishúsinu Sigurðarbúð fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember kl. 15:00.

Aðventufagnaðurinn er fjölskylduskemmtun með aðaláherslu á börnin. Með aðventufagnaðinum hefjum við undirbúning jólanna, föndrum, spjöllum, syngjum og spilum bingó, um leið og við röðum í okkur smákökum ásamt tilheyrandi drykkjum. Við hvetjum fólk til að koma í Sigurðarbúð þennan dag þó það sé barnlaust, flétta sér eina körfu eða músastiga og upplifa stemminguna. Áberandi var á síðasta aðventudegi hve yngra fólkið var duglegt að koma og væntum við þess líka í ár.


Þorrablótið verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal 9. febrúar.

Sumarkaffið verður um sumarmálin. Dagsetning á því verður ákveðin í samráði við nefndina.


Gott væri að fá netföng fleiri félagsmanna Vinsamlegast sendið upplýsingar um ný eða breytt net og heimilisföng á hlif@simnet.is


Eftirfarandi fólk hefur verið tilnefnt í nefndir félagsins þetta árið.

Aðventunefnd:

Dagný Sveinbjörnsdóttir

Linda Björk Pétursdóttir

Salome Ingólfsdóttir

Halldór Sverrisson

Eyjólfur Jarl Viggósson


Sumarkaffisnefnd:

Rebekka Pálsdóttir

Soffía Þóra Einarsdóttir

Sigríður Júlíana Kristinsdóttir

Þorrablótsnefnd:
Sigrún Guðmundsdóttir

Anna Karen Kristjánsdóttir

Guðfinna Sigurjónsdóttir

Hulda Veturliðadóttir

Dagbjört Sunna Elvarsdóttir

Gerða Helga Pétursdóttir

Hannes Óskarsson

Einar Birkir Sveinbjörnsson

Óskar Kárason

Albert Óskarsson

Bæring Gunnarsson

Stjórn Grunnvíkingafélagsins skipa:

Hlíf Guðmundsdóttir, formaður, s. 456-4321

Brynjar Ingason, gjaldkeri s. 456-5215

Rannveig Pálsdóttir, ritari s. 456-3696

Elvar Ingason meðstjórnandi s. 456-3478

Óskar Kárason, meðstjórnandi s 456-4252

Með bestu kveðjum.

Fyrir hönd stjórnar Grunnvíkingafélagsins


 Hlíf Guðmundsdóttir