Velkominn á heimasíðu Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði

Velkominn á heimasíðu Grunnvíkingafélagsins á Ísafirði

Hér verða birtar tilkynningar s.s. um væntanlega viðburði og eins fréttir og frásagnir af liðnum atburðum á vegum félagsins. Einnig eru hér í rituðu máli og myndum lýst lífi og starfi fólksins sem bjó í Grunnavíkurhreppi. Allar ábendingar um nýtt efni eða leiðréttingar,breytingar og viðbætur um það sem fyrir er eru vel þegnar undir liðnum „ Senda fyrirspurn eða ábendingu“

Gamlar myndir af svæðinu eða íbúum þess eru sérstaklega vel þegnar,þær verða þá skannaðar og endursendar sem fyrst. Þá eru allir þeir sem ættir sínar eiga að rekja til Grunnavíkurhrepps og aðrir velunnarar hvattir til að sækja um inngöngu í félagið hér á síðunni.

Með von um að heimasíðan verði lifandi miðill allra þeirra er unna þessu landssvæði, sjáumst sem flest á Flæðareyri í sumar, kveðja umsjónarmaður