Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Að gefa Álku

Norðan undir Vébjarnarnúp er frálaus klettur er nefnist Álka, og var siður sjóróðramanna á árabátum fyrr á tíð að „gefa Álku“. Þegar þeir réru þar hjá köstuðu þeir einhverjum glaðningi í steininn,s.s. smásteinum,tóbakstuggu eða jafnvel peningum menn töldu víst stafa af því róðrarheill,eða með því gætu menn  aflað sér góðs gengis í sjóferðinni,siðurinn gæti verið leifar af ævafornri landvættatrú. Kletturinn lætur svo sem lítið yfir sér en margir sem til þekkja halda enn við þessum sið og „gefa Álku“ er þeir eiga leið þar hjá.

  

Álka

Undir Vébjarnarnúp                     Í vondum veðrum
rís sker úr sjó,                             rýkur sær á loft,
útvörður landsins                         og vindar skella
teygir koll sinn                            á haf og land.
úr sjávarlöðri.                             Ef Álka fær sitt
Vísar farendum veginn,                fá skip og menn
og gefur byr í segl                        laun erfiðisins.
þeim sem fórnir færa.           

Ása Ketilsdóttir