Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Hildarhaugur á Seljafjalli

Hringurinn á kirkjuhurðinni á Stað
Hringurinn á kirkjuhurðinni á Stað


Sagan segir að í Hildarhaugi á Seljafjalli sé grafin fornkona og kista hennar full af gulli og gersemum. Einhverju sinni var gerð tilraun til að grafa í hauginn og fannst þar vegleg kista með eirhring í loki. Gröfumenn brugðu reipi undir hringinn og drógu kistuna upp. Þegar kistan var nærri því komin upp á bakkann varð einum þeirra að orði: „Upp skal nú, ef guð vill.“
Annar gröfumaður svaraði til: „Upp skal hún, hvort sem guð vill eða ekki.“ Við þetta féll kistan aftur niður í hauginn en hringurinn einn varð eftir í reipinu. Honum var komið fyrir í kirkjuhurðinni á Stað og er þar enn