Loading...

Miðdalur

Miðdalur Staðarheiði
Miðdalur Staðarheiði

Á Staðarheiði milli Grunnavíkur og Sveitarinnar eru þrír smádalir,Litlidalur,Miðdalur og Hrafnabjargadalur.  Í Miðdal, er tjörn, sem sú sögn er um, að ungur maður hafi drukknað þar niður um ís og hafi unnustu hans fallið það svo illa, að hún lagði svo á að þar skyldi ekki framar sólin skína. Segir sagan að það þyki hafa orðið áhrínsorð, því aðeins um hæsta sólargang skíni sólin á hluta vatnsins. Ofan við vatnið er allbratt hamrabelti,í klettum þessum á að búa mikið af huldufólki.