Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 15. janúar 2017
15. janúar 2017
Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2016
Fundur settur kl 15:00 í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla, Reykjavík.
Fundarstjóri: Sigríður Helga Sigurðardóttir. Ritari: Unnar Hermannsson
Stjórn mætt: Ingvi, Jónína, Unnar, Bjarney og Stefán (Íris forfölluð).
Aðrir fundargestir um 25 talsins.
Dagskrá:
-
Skýrsla stjórnar
Ingvi Stígsson, formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir árið 2016. Starfsemi félagsins með hefðbundum hætti: Þorrablót, Kirkjukaffi, Messu- og vinnuferð. Farið yfir erindi sem félaginu bárust á árinu, t.a.m. frá Þjóðminjasafni um altarisstein sem félagið samþykkti að fela Þjóðminjasafni til varðveislu.
-
Endurskoðaðir ársreikningar 2016
Jónína gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins vegna ársins 2016. 199 félagar greiddu félagsgjald 2016. Rekstur með hefðbundum hætti. Tekjur um 200þISK umfram gjöld á árinu 2016.
-
Kosning formanns
Ingvi Stígsson, sitjandi formaður endurkjörinn einróma.
-
Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda
Jónína, Unnar, Bjarney, Stefán og Íris endurkjörin einróma.
-
Kosning 2 skoðunarmannan reikninga
Skoðunarmenn endurkjörnir.
-
Ákvörðun um árgjald
Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald kr. 2.500,- samþykkt.
-
Önnur mál
-
Ingvi:
-
Hugleiðingar um vinnuferð sumarsins 2017. Verður betur auglýst í vor.
-
Ingvi: Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðlandið. Stefnt að því að áætlunin verði klár fyrir lok árs 2017. Nánari upplýsingar aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
-
Friðrik Hermannsson frá Látrum: Þakkar stjórn starfið. Fór yfir minninbarbrot. Minntist á skort á salernisaðstöðu á Hornströndum.
-
Ingvi fór yfir sögu skólanna í Sléttuhreppi.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 15:44.
-UH