- Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík
- 19.01.2019
Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 2. febrúar í veislusalnum Turninum á 7. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði.
Veislustjóri verður Soffía Vagnsdóttir, Sigíður Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu Sigurðardóttur, verður ræðumaður, Sigrún Valgarðsdóttir flytur minni karla og Sveinn Þ. Jóhannesson minni kvenna.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is, fyrir mánudaginn 28. janúar.
Verðið er kr. 8.000 á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2019 í skýringu.
Nánar ›