Ræða Stefáns Þórs Sigurðssonar við messu Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík
Stefán Þór Sigurðsson ættaður frá Skriðu, Látrum, Aðalvík, flutti ræðu við messu Átthagafélags Sléttuhrepps í Áskirkju sunnudaginn 5. maí.
Nánar ›Stefán Þór Sigurðsson ættaður frá Skriðu, Látrum, Aðalvík, flutti ræðu við messu Átthagafélags Sléttuhrepps í Áskirkju sunnudaginn 5. maí.
Nánar ›Bygginganefnd Átthagafélagana stefnir að vinnuferð í sumar. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum. Félagið greiðir fyrir siglingu í og úr Aðalvík og sér um allan mat. Gist er í prestbústaðnum. Stefnt er að fyrri hluti ferðarinnar verði dagana 7.-10. júní og seinni hlutinn 14.-19. júní.
Í fyrri hlutanum verður bíslagið rifið og grafið fyrir hleðslu. Efni verður einnig flutt. Stefnt er að því að sigla í Aðalvík að morgni föstudagsins 7. júní. Til baka verður farið mánudaginn 10. júní.
Í seinni hlutanum verður hlaðið undir nýtt bíslag. Nýtt bíslag reist. Hurðir verða settar upp í baðherbergi og unnið að fleirum verkefnum. Siglt verður í Aðalvík eftir hádegi föstudaginn 14. júní og til baka 19. júní.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Ingva Stígsson, sími: 862-0724.
Hin árlega messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður í Áskirkju sunnudaginn 5. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.
Nánar ›Fimmtudaginn 21. mars keppir Átthagafélag Sléttuhrepps við Skaftfellingafélagið í spurningakeppni átthagafélagana. Fyrir hönd Sléttuhreppinga keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Harpa Henrýsdóttir og Hjalti Magnússon.
Nánar ›Fimmtudaginn 7. mars keppir Átthagafélag Sléttuhrepps við Súgfirðingafélagið í spurningakeppni átthagafélagana. Fyrir hönd Sléttuhreppinga keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Harpa Henrýsdóttir og Hjalti Magnússon.
Nánar ›Nú eru 60 ár frá því fyrsta þorrablótið var haldið!
Blótið verður haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 16. febrúar.
Húsið opnar kl. 19:30
Rútuferð inn á Ísafjörð að loknu blóti, kl. 02:00.
Miðapantanir hjá Sigrúnu Vernharðs í síma 456-3598 eða 897-4598.
Miðar seldir hjá Lóu Högna í Birki ehf.
Miðaverð er 3.800 kr.
-Nefndin
Efnt hefur verið til spurningakeppni á milli átthagafélagana á höfuðborgarsvæðinu. Keppnin hefst 28. febrúar í Breiðfirðingabúð. Fyrir hönd Átthagafélags Sléttuhrepps keppa Harpa Henrýsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson og Þórólfur Jónsson.
Nánar ›Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 26. janúar 2013 í sal Þróttara í Laugardal.
Nánar ›Aðalfundur félagsins verður haldinn sunndaginn 13. janúar 2013, klukkan 15:00 í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð.
Nánar ›Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík mun taka þátt í spurningakeppni átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Nánar ›