Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Messa og kirkjukaffi í Bústaðakirkju 6. maí 2012

Hin árlega messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður í Bústaðakirkju sunnudaginn 6. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu eftir messu.

Athugið nýja staðsetningu í Bústaðakirkju.


Kaffið kostar 1.000 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið meðferðis kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

Ræðumaður verður Elsa Haraldsdóttir frá Sléttu.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði 2012

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði, verður haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal, laugardaginn 18. febrúar.

Húsið opnar kl. 19:30 

Rútuferð inn á Ísafjörð að loknu blóti, kl. 2:00. 

Miðapantanir hjá Henrý í síma 863-0827 og hjá Bergmanni í síma 456-3197.
Miðar eru seldir í Birki - hjá Lóu.

Miðaverð er 3.500 kr.

 

Nefndin

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði, verður haldinn í Sigurðarbúð, sunnudaginn 13. nóvember, kl. 15:00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffiveitingar.

Stjórnin

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 15. maí 2011

Hin árlega messa og kirkjukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík fór fram í Áskirkju sunnudaginn 15. maí 2011. Um 110 gestir komu í messuna og kirkjukaffið. Áttu Slétthreppingar ánægjulega stund saman með sveitungum sínum.

Nánar ›

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 15. maí 2011

Hin árlega messa Átthagafélagsin Sléttuhrepps í Reykjavík verður í Áskirkju sunnudaginn 15. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Kaffið kostar 1.000 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

Ræðumaður verður Brynjólfur Sigurðsson frá Sléttu.

Kirkjugarðurinn á Stað í Aðalvík

Átthagafélögin hafa sett á stað hóp sem hefur það verkefni að hlúa að kirkjugarðinu við Staðarkirkju í Aðalvík. Áætlað er að vinna við garðinn taki næstu 2-4 sumur. Fyrsta vinnuferðin verður farin í sumar. Vinna og umhirða kirkjugarðsins verður í nánu samráði við sr. Agnesi Sigurðardóttur, prófast í Bolungarvík og Guðmund Rafn Sigurðsson, framkvæmdarstjóra Kirkjugarðaráðs. 

Nánar ›

Vinnuferð í prestbústaðinn

Bygginganefnd Átthagafélagana stefnir að vinnuferð í sumar. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum. Vinnuferðin verður farin 10. júní og lýkur 15. júní. Félögin leggja til mat og ferðir til og frá Aðalvík.