Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hin árlega messa Átthagafélagsins  verður í Áskirkju sunnudaginn 2.maí n.k. kl 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Ræðumaður er  Borgþór Kjærnested. Kaffið kostar 1000 kr. pr. mann, vinsamlegast komið með pening ekki posi á staðnum. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félgasmanna.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Sléttuhreppingar blóta þorra á Þorraþræl, laugardaginn 20. febrúar. Hvetjum Sléttuhreppinga og vini til að fjölmenna á fjörugt blót !


Skemmtinefndin, Snorri Gríms, Magga Óla, Magnús Reynir, Hagalín Ragúels, Kiddý Sigurðar, Ingibjörg Snorra, Nanný Arna, Sigrún Elvars og Hreinn Jóns yngri.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Þorrablót verður haldið laugardaginn 23. jan. 2010 í Vodafonehöllinni (íþróttaheimili Vals). Verð er það sama og í fyrra eða kr. 5.000.

Húsið verður opnað kl. 19:00 með fordrykk og borðhald hefst síðan kl. 20:00. Veislustjóri verður Guðríður Helgadóttir. Einar Hreinsson verður ræðumaður. Sighvatur Sveinsson leikur fyrir dansi.

Ný stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

 Á aðalfundi Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 10. janúar s.l. fór fram stjórnarkjör. Formaður var kosinn Sigríður Helga Sigurðardóttir. Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Hana skipa auk formanns, Ingvi Stígsson ritari, Jónína V. Kristinsdóttir gjaldkeri, Brynjar Valdimarsson, Smári Sveinsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson meðstjórnendur.

Úr stjórn gengu: Þórólfur Jónsson, Ólöf S Björnsdóttir, Hagerup Isaksen, Sveinn Jóhannsson og Hafsteinn Hafsteinsson. Á aðalfundinum voru þeim þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. Okkur í stjórn félagisins langar til að biðja félagsmenn að gera átak í að safna nýjum félagsmönnum og þá sérstaklega unga fólkinu okkar.