Loading...

Fundargerð Hornstrandanefndar 29. apríl 2013

Hornstrandanefnd hélt fund 29. apríl og ræddi m.a. tíðindi úr starfssemi friðlandsins, verkefni komandi sumars, aðstöðu landvarða, erindi um fræðsluskilti, byggingamál, bréf til landeigenda, mink í friðlandinu, flug í friðlandinu og stöðu verndaráætlunar.

Nánar ›

Landvarsla hafin í Hornstrandafriðlandi

Landvarsla hófst í Hornstrandafriðlandinu þann 16. júní. Enn er talsverður snjór á svæðinu og leiðir margar erfiðar og seinfarnar. Í sumum fjallaskörðum eru brattir skaflar þannig að þau eru afar erfið yfirferðar.  Aðstæður útheimta því að göngufólk sé í góðu formi og kunni vel til verka.

Nánar ›

Landvarsla að hefjast í Hornstrandafriðlandi

Nú styttist óðfluga í að ferðasumarið hefjist fyrir alvöru í Hornstrandafriðlandinu. Nokkrir erlendir göngumenn eru þegar lagstir út og margir sumarhúsaeigendur hafa heimsótt hús sín. Ástand friðlandsins er ágætt, en talsverður snjór er þó enn til fjalla og brattir skaflar í mörgum fjallaskörðum. Í sumar verður hægt að koma skilaboðum til landvarða í gegnum Upplýsingamiðstöðina á Ísafirði sem mun koma þeim áfram með talstöðvarsambandi.

Nánar ›

Flotbryggjan kom á sinn stað á Hesteyri

Þriðjudaginn 12. júní fóru Sjóferðir í árlega ferð til að koma fyrir flotbryggju á Hesteyri. Flotbryggjan auðveldar farþegum að komast frá borði og um borð í báta.

Það voru þeir Hafsteinn Ingólfsson, Hermann Siegle og Jón Björnsson sem fóru í ferðina og komu flotbryggjunni fyrir. Eftir að búið var að festa bryggjuna á sínum stað tók Hafsteinn sig til og kafaði í kringum bryggjuna. Hann athugaði festingar sem halda henni í réttri stefnu og skoðaði hvort eitthvað væri á botninum við bryggjuna sem gæti valdið skemmdum á bátum.

Húsið að Kvíum verður gert upp

Skútusiglingar ehf. á Ísafirði (Borea) og eigendur Kvía í Jökulfjörðum hafa gert með sér samkomulag um að gera upp íbúðarhúsið í Kvíum. Verður boðið upp á ferðaþjónustu þar í framtíðinni þar sem hægt verður að kaupa sér m.a. gistingu. Á ferðaþjónustuhlutverkið vel við Kvíar því heimilið á Kvíum var rómað fyrir gestrisni á síðustu öld.

Nánar ›

Tæming rotþróa

Á dögunum fóru vaskir menn og tæmdu rotþrær í Hornvík. Notast var við nýjan búnað frá Gámaþjónustu Vestfjarða.

Nánar ›

Þjónusta báta sumarið 2012

Sumarið 2012 verða a.m.k. þrír sem þjónusta ferðalanga á Hornströndum.

Bjarnarnes - Borea

Sigurður Hjartarson seldi Skútusiglingum ehf. (Borea) Bjarnarnesið (Sjótaxa). Bjarnarnesið verður í áætlunarsiglingum frá Bolungarvík um Jökulfirði tvisvar á dag 4 daga vikunnar. Einnig verður siglt í Aðalvík. Yfirlit yfir áætlunarferðir og verð er á vef Vesturferða.

Freydís ÍS og Sigmar ÍS

Fraktflutningar frá Bolungarvík verða í boði á Freydísi ÍS sem er með mikið pláss á dekki og í lest, hægt er að hífa hluti allt að 500 kg. Möguleiki er á að Sigmar ÍS verði í trússi og farþegaflutningum, þ.e. ef hann verður ekki seldur. Sigmar tekur 10 farþega. Frekari upplýsingar eru á á freydis.is

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

Sjóferðir H&K gera út frá Ísafirði og sigla í Jökulfirði, Aðalvík, Hornvík og fleiri staði. Sjóferðir H&K hafa yfir að ráða þremur bátum sem taka frá 30 upp í 48 farþega. Yfirlit yfir áætlunarferðir og verð er á vef Vesturferða.

Undirbúningur að gerð verndaráætlunar fyrir Hornstrandarfriðland hafinn

Hafinn er undibúningur að gerð verndaráætlunar fyrir Hornstrandafriðland. Landverðir Hornstrandafriðlandsins, Jón Björnsson og Jónas Gunnlaugsson, héldu í apríl rýnifund með ýmsum hagsmunaaðilum. Rætt var um gerð verndaráætlunar og hvernig væri best að standa að henni fyrir Hornstrandafriðlandið. Fundargerð rýnifundarins fylgir með frétt þessari.

Nánar ›