Loading...

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 26. maí 2014

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður mánudaginn 26. maí 2014 í fundarsal Nýherja hf, Borgartúni 37 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17:00.


  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson landvörður ræða um málefni Hornstrandafriðlands og svara spurningum fundarmanna.

Hugleiðingar um umferð vélknúinna ökutækja á Hornströndum

Sigurður Jónsson eigandi og skipstjóri hjá Aurora Arktika sendi m.a. bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar erindi á dögum og var það rætt í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. Umræðuefnið var umferð vélknúinna ökutækja og hugsanleg þyrluferðaþjónusta. Pistill Sigurðar má lesa í meginmáli þessarar greinar.

Nánar ›

Þorvarður Jónsson heiðursfélagi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps haldinn í Borgartúni 37 Reykjavík, 27. maí 2013 samþykkti, í tilefni af 40 ára afmæli félagsins, að gera Þorvarð Jónsson, stofnfélaga og stjórnarmann í félaginu, frá 1973 til 2001 og formanni þess frá 1983 til 2001, að heiðursfélaga. Fundurinn þakkaði Þorvarði fyrir vel unnin störf og tryggð við félagið alla tíð. 

Nánar ›

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 27. maí 2013

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 27. maí kl. 17.00 í Borgartúni 37 Reykjavík, húsnæði Nýherja. Dagskrá er skv. lögum félagsins. Lögð verður fyrir fundinn tillaga til breytingar á lögum félagsins um að í stað þess að tala um endurskoðendur verði talað um skoðunarmenn reikninga.

Nánar ›

Minkur er ekki friðaður í Hornstrandafriðlandi

Frá landverði Hornstrandafriðlands

Ágætu landeigendur, sumarhúsafólk

Af og til sést minkur í friðlandinu, ekki síst í grennd við stöðuvötn. Gott væri að fá upplýsingar um minka, fjölda þeirra, dagsetningu og stað. Eins væri gott að fá upplýsingar um lúpínu í friðlandinu. Minkur er ekki friðaður í friðlandinu líkt og sumir telja. Hann telst til framandi tegunda líkt og lúpínan.

Upplýsingar má senda á Jón Björnsson, netfang jonb@ust.is.

Fundargerð Hornstrandanefndar 29. apríl 2013

Hornstrandanefnd hélt fund 29. apríl og ræddi m.a. tíðindi úr starfssemi friðlandsins, verkefni komandi sumars, aðstöðu landvarða, erindi um fræðsluskilti, byggingamál, bréf til landeigenda, mink í friðlandinu, flug í friðlandinu og stöðu verndaráætlunar.

Nánar ›

Landvarsla hafin í Hornstrandafriðlandi

Landvarsla hófst í Hornstrandafriðlandinu þann 16. júní. Enn er talsverður snjór á svæðinu og leiðir margar erfiðar og seinfarnar. Í sumum fjallaskörðum eru brattir skaflar þannig að þau eru afar erfið yfirferðar.  Aðstæður útheimta því að göngufólk sé í góðu formi og kunni vel til verka.

Nánar ›

Landvarsla að hefjast í Hornstrandafriðlandi

Nú styttist óðfluga í að ferðasumarið hefjist fyrir alvöru í Hornstrandafriðlandinu. Nokkrir erlendir göngumenn eru þegar lagstir út og margir sumarhúsaeigendur hafa heimsótt hús sín. Ástand friðlandsins er ágætt, en talsverður snjór er þó enn til fjalla og brattir skaflar í mörgum fjallaskörðum. Í sumar verður hægt að koma skilaboðum til landvarða í gegnum Upplýsingamiðstöðina á Ísafirði sem mun koma þeim áfram með talstöðvarsambandi.

Nánar ›

Flotbryggjan kom á sinn stað á Hesteyri

Þriðjudaginn 12. júní fóru Sjóferðir í árlega ferð til að koma fyrir flotbryggju á Hesteyri. Flotbryggjan auðveldar farþegum að komast frá borði og um borð í báta.

Það voru þeir Hafsteinn Ingólfsson, Hermann Siegle og Jón Björnsson sem fóru í ferðina og komu flotbryggjunni fyrir. Eftir að búið var að festa bryggjuna á sínum stað tók Hafsteinn sig til og kafaði í kringum bryggjuna. Hann athugaði festingar sem halda henni í réttri stefnu og skoðaði hvort eitthvað væri á botninum við bryggjuna sem gæti valdið skemmdum á bátum.