Loading...

Hugleiðingar um umferð vélknúinna ökutækja á Hornströndum

Sigurður Jónsson eigandi og skipstjóri hjá Aurora Arktika sendi m.a. bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar erindi á dögum og var það rætt í bæjarráði Ísafjarðarbæjar. Umræðuefnið var umferð vélknúinna ökutækja og hugsanleg þyrluferðaþjónusta. Pistill Sigurðar má lesa í meginmáli þessarar greinar.

Nánar ›

Þorvarður Jónsson heiðursfélagi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps haldinn í Borgartúni 37 Reykjavík, 27. maí 2013 samþykkti, í tilefni af 40 ára afmæli félagsins, að gera Þorvarð Jónsson, stofnfélaga og stjórnarmann í félaginu, frá 1973 til 2001 og formanni þess frá 1983 til 2001, að heiðursfélaga. Fundurinn þakkaði Þorvarði fyrir vel unnin störf og tryggð við félagið alla tíð. 

Nánar ›

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 27. maí 2013

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 27. maí kl. 17.00 í Borgartúni 37 Reykjavík, húsnæði Nýherja. Dagskrá er skv. lögum félagsins. Lögð verður fyrir fundinn tillaga til breytingar á lögum félagsins um að í stað þess að tala um endurskoðendur verði talað um skoðunarmenn reikninga.

Nánar ›

Minkur er ekki friðaður í Hornstrandafriðlandi

Frá landverði Hornstrandafriðlands

Ágætu landeigendur, sumarhúsafólk

Af og til sést minkur í friðlandinu, ekki síst í grennd við stöðuvötn. Gott væri að fá upplýsingar um minka, fjölda þeirra, dagsetningu og stað. Eins væri gott að fá upplýsingar um lúpínu í friðlandinu. Minkur er ekki friðaður í friðlandinu líkt og sumir telja. Hann telst til framandi tegunda líkt og lúpínan.

Upplýsingar má senda á Jón Björnsson, netfang jonb@ust.is.

Fundargerð Hornstrandanefndar 29. apríl 2013

Hornstrandanefnd hélt fund 29. apríl og ræddi m.a. tíðindi úr starfssemi friðlandsins, verkefni komandi sumars, aðstöðu landvarða, erindi um fræðsluskilti, byggingamál, bréf til landeigenda, mink í friðlandinu, flug í friðlandinu og stöðu verndaráætlunar.

Nánar ›

Landvarsla hafin í Hornstrandafriðlandi

Landvarsla hófst í Hornstrandafriðlandinu þann 16. júní. Enn er talsverður snjór á svæðinu og leiðir margar erfiðar og seinfarnar. Í sumum fjallaskörðum eru brattir skaflar þannig að þau eru afar erfið yfirferðar.  Aðstæður útheimta því að göngufólk sé í góðu formi og kunni vel til verka.

Nánar ›

Landvarsla að hefjast í Hornstrandafriðlandi

Nú styttist óðfluga í að ferðasumarið hefjist fyrir alvöru í Hornstrandafriðlandinu. Nokkrir erlendir göngumenn eru þegar lagstir út og margir sumarhúsaeigendur hafa heimsótt hús sín. Ástand friðlandsins er ágætt, en talsverður snjór er þó enn til fjalla og brattir skaflar í mörgum fjallaskörðum. Í sumar verður hægt að koma skilaboðum til landvarða í gegnum Upplýsingamiðstöðina á Ísafirði sem mun koma þeim áfram með talstöðvarsambandi.

Nánar ›

Flotbryggjan kom á sinn stað á Hesteyri

Þriðjudaginn 12. júní fóru Sjóferðir í árlega ferð til að koma fyrir flotbryggju á Hesteyri. Flotbryggjan auðveldar farþegum að komast frá borði og um borð í báta.

Það voru þeir Hafsteinn Ingólfsson, Hermann Siegle og Jón Björnsson sem fóru í ferðina og komu flotbryggjunni fyrir. Eftir að búið var að festa bryggjuna á sínum stað tók Hafsteinn sig til og kafaði í kringum bryggjuna. Hann athugaði festingar sem halda henni í réttri stefnu og skoðaði hvort eitthvað væri á botninum við bryggjuna sem gæti valdið skemmdum á bátum.

Húsið að Kvíum verður gert upp

Skútusiglingar ehf. á Ísafirði (Borea) og eigendur Kvía í Jökulfjörðum hafa gert með sér samkomulag um að gera upp íbúðarhúsið í Kvíum. Verður boðið upp á ferðaþjónustu þar í framtíðinni þar sem hægt verður að kaupa sér m.a. gistingu. Á ferðaþjónustuhlutverkið vel við Kvíar því heimilið á Kvíum var rómað fyrir gestrisni á síðustu öld.

Nánar ›