Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 10. maí

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 10. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Ræðumaður verður Elinborg Sigurðardóttir, ættuð frá Sæbóli.

Nánar ›

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði verður í félagsheimilinu í Hnífsdal, laugardaginn 14.febrúar.

Húsið opnar kl. 19:30 - borðhald hefst kl. 20:00.

Rúta frá Hnífsdal til Ísafjarðar að loknu blóti kl. 2:00.

Miðaverð er 3000 kr.

Miðsala

  • Miðasala í Bræðraborg - Ísafirði - 

Miðapantanir

  • Lísbet, s.697-4833,
  • Guðný, s.899-0743
  • Andrea, s.848-2068

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 24. janúar í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.

Ræðumaður kvöldsins er Unnur Berglind Friðriksdóttir frá Látrum, veislustjóri er Alma María Rögnvaldsdóttir frá Þverdal.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is
Verðið er kr. 6.700 kr. á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2015 í skýringu.

Nánar ›

Vinnuferð að Stað sumarið 2014

Vinnuferð sumarsins hefur verið ákveðin. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum.

Í vinnuferðinni verður haldið áfram með baðherbergið, settir upp kverklistar, málað og gengið frá sturtunni. Einnig er stefnt að því að klára að klæða bíslagið að innan. Kirkjugarðurinn verður jafnframt sleginn.

Vinnuferðin verður farin 19. júní og lýkur 23. júní. Félögin leggja til mat og ferðir til og frá Aðalvík. Áhugasamir hafi samband við Ingva Stígsson, s: 862-0724, netfang: ingvi.stigsson@gmail.com

Messa og messukaffi 2014

Árleg messa og messukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík fór fram í Áskirkju sunnudaginn 11. maí. Sveinn Hjörtur Hjartarson flutti ræðu í messunni þar sem hann rifjaði upp kynni sín af fólki frá Aðalvík og ferðum sínum um víkina. 

Nánar ›

Messa og messukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 11. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka. 

Reikningur: 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

Ræðumaður verður Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur, ættaður frá Sæbóli í Aðalvík.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði 2014


Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal laugardaginn 15. febrúar. Húsið opnar kl: 19:30 og borðhald hefst kl 20:15. Gummi Hjalta og Stebbi Jóns spila fyrir dansi og verður rútuferð að loknum dansleik kl 02:15.

Miðapantanir hjá Jóni Heimi, S: 868 7648, Svanfríði, S: 693 0886 og hjá Lóu Högna í Olíubúðinni (Birki ehf) þar sem þeir fást einnig afhentir.

Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti og góða skapið.