Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Nú eru 60 ár frá því fyrsta þorrablótið var haldið!

Blótið verður haldið í Félagsheimilinu í Hnífsdal laugardaginn 16. febrúar.

Húsið opnar kl. 19:30

Rútuferð inn á Ísafjörð að loknu blóti, kl. 02:00.

Miðapantanir hjá Sigrúnu Vernharðs í síma 456-3598 eða 897-4598.

Miðar seldir hjá Lóu Högna í Birki ehf.

Miðaverð er 3.800 kr.

-Nefndin

Spurningakeppni átthagafélaganna á höfuðborgarsvæðinu 2013

Efnt hefur verið til spurningakeppni á milli átthagafélagana á höfuðborgarsvæðinu. Keppnin hefst 28. febrúar í Breiðfirðingabúð. Fyrir hönd Átthagafélags Sléttuhrepps keppa Harpa Henrýsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson og Þórólfur Jónsson.

Nánar ›

Spurningarkeppni átthagafélaga.

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík mun taka þátt í spurningakeppni átthagafélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar ›

Fréttir úr vinnuferð í prestbústaðnum í Aðalvík

Átta manna hópur vinnumanna sigldi með Bjarnarnesinu í Aðalvík fimmtudagskvöldið 21. júní. Hópurinn vann við viðhald og framkvæmdir í prestbústaðnum, kirkjunni og kirkjugarðinum að Stað í Aðalvík. Þegar flest var voru 12 við vinnu.

Nánar ›

Vinnuferð í prestbústaðinn í Aðalvík sumarið 2012

Á vegum Átthagafélaga Sléttuhrepps verður farið í vinnuferð í prestbústaðinn að Stað í Aðalvík. Fyrra hollið siglir frá Bolungarvík 21. júní og kemur til baka 24. júní. Seinn holið kemur í Aðalvík 22. og 24. júní og verður til 29. júní. Verður megin verkefni ferðarinnar að standsetja baðherbergi húsinu. Snyrtingin verður því flutt úr bíslaginu inn í herbergi inn af eldhúsinu.

Nánar ›