Loading...

Fundir um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandafriðland

Opinn fundur um stjórnunar- og verndaráætlun  fyrir friðlandið á Hornströndum verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember klukkan 17:00 - 19:00, í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Jafnframt verður fundur fyrir landeigendur o.fl. haldinn í Reykjavík þann 23. nóvember, kl. 17:00-19:00 í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24.

Markmið fundarins er að upplýsa íbúa, hagsmunaaðila og landeigendur um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hornstrandafriðlandið og kalla eftir skoðunum heimamanna um þau málefni sem fjallað verður um í áætluninni.

Landeigendur, hagsmunaaðilar og aðrir þeir sem hafa áhuga á svæðinu eru hvattir til þátttöku í fundunum.

Nánar ›

Stjórnunar- og verndaráætlun

Nú er hafin vinna við stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum. Gildistími hennar verður 10 ár og með henni fylgir aðgerðaráætlun til 5 ára. Stefnt er að því að stjórnunar- og verndaráætlun verði tilbúin í nóvember 2017.

Nánar ›

Friðlandið á Hornströndum - Tilmæli til ferðaþjónustuaðila

Umhverfisstofnun hefur sent tilmæli til ferðaþjónustuaðila um að takmarka ágang innan friðlandins að vori, hausti og eftir langvarandi votviðri.

Almenn tilmæli sem ná yfir allt friðlandið fela í sér að ekki sé farið með fjölmennari hópa en 20 einstaklinga á viðkvæmustu tímunum, að göngustafir séu notaðir í hófi og farið sé eftir viðmiðunarreglum um refaskoðun. 

Sértæk tilmæli ná yfir Miðfell í Hornvík, en þar skal ekki fara með fjölmennari hópa en 10 einstaklinga.

Tilmælin verða endurskoðuð eftir því sem tilefni gefur til.

Nánar ›

Viðmiðunarreglur um refaskoðun

Náttúrúfræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun Íslands og Melarakkasetur Íslands hafa gefið út viðmiðunarreglur um refaskoðun. Í megindráttum er mælst til þess að ekki sé farið nær ref eða greni en 40 metra og ekki dvalið lengur við en 20 mínútur í senn.

Nánar ›

Vegna fyrirætlana um fiskeldi í Jökulfjörðum

Samþykkt á aðalfundi Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 24. maí 2016:

„LSG skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi

í Jökulfjörðum og Hornstrandafriðlandi.“

Nánar ›

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2016

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 17.00 á 6. hæð Borgartúni 30, Reykjavík, húsnæði Samiðnar. Dagskrá er skv. lögum félagsins. 

 

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Smári Jónsson, umsjónarmaður Hornstrandafriðlands og formaður Hornstrandanefndar ræða málefni friðlandsins og svara spurningum fundarmanna.

Nánar ›

Leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir ferðir vélsleða í Hornstrandafriðlandi

Af gefnu tilefni vilja Lögreglustjórinn á Vestfjörðum og Umhverfisstofnun vekja athygli á að umferð vélknúinna farartækja utan vega og merktra slóða er bönnuð innan friðlandsins á Hornströndum, nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til, samkvæmt 2. gr. auglýsingar nr. 332/1985, um friðland á Hornströndum.

Nánar ›

Eigendur smáhýsa að Látrum í Aðalvík

Ísafjarðarbær kallar eftir því að þeir sem gera tilkall til smáhýsa sem nýlega voru reist að Látrum í Aðalvík gefi sig fram við Ísafjarðarbæ 1. september nk. og geri grein fyrir framkvæmdunum. Eftir þann tíma áskilur sveitarfélagið sér rétt til aðgerða.

Nánar ›