Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði
Þorrablót Sléttuhreppinga verður haldið laugardaginn, 19. febrúar í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Nánar ›Þorrablót Sléttuhreppinga verður haldið laugardaginn, 19. febrúar í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Nánar ›Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps verður haldið laugardaginn 5. febrúar 2011 í sal Þróttara í Laugardal.
Nánar ›Guðbergur Davíðsson gaf út fyrir um 15 árum myndbönd með myndum frá Aðalvík. Guðbergur endurútgaf myndböndin fyrir nokkrum árum á DVD disk sem Átthagafélagið býður nú til sölu. Verðið er 2.500 kr. og rennur ágóðinn í kirkjusjóð átthagafélagana. Kirkjusjóðurinn fjármagnar m.a. viðhald á Staðarkirkju, prestbústaðnum og viðhaldi kirkjugarðsins.
Nánar ›Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldinn sunndaginn 16. janúar 2011, klukkan 16:00 í Brautarholti 4A, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps. Myndsýning frá kirkjuviðgerðum og kirkjuferð. Kaffiveitingar.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Kaffi veitingar.
Stjórnin
[mynd 4 h]Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík hélt afmælisfagnað 15. október 2010 í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Fleiri myndir ef smellt er á fyrirsögn eða „meira“.
Nánar ›Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík 17. júlí 2010. Var margmenni í messunni, 129 skrifuðu sig í gestabókina í prestsetrinu. Séra Agnes M. Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík messaði og henni til aðstoðar var séra Hulda Hrönn Helgadóttir prestur í Hrísey. Að lokinni messu fóru kirkjugestir í prestsetrið þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Um kvöldið var brenna í fjörunni við skólann og ball í skólanum á eftir.
Félaginu hafði borist að gjöf 50 númeraðar könnur með mynd af kirkjunni. Var það Merkt ehf. sem gaf svona rausnarlega. Könnurnar voru seldar á ballinu og rann ágóðinn í kirkjusjóð Átthagafélagana. Könnur númer 1 og 50 voru boðnar upp sérstaklega.