Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Vel heppnuð messuferð

Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík 17. júlí 2010. Var margmenni í messunni, 129 skrifuðu sig í gestabókina í prestsetrinu. Séra Agnes M. Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík messaði og henni til aðstoðar var séra Hulda Hrönn Helgadóttir prestur í Hrísey. Að lokinni messu fóru kirkjugestir í prestsetrið þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Um kvöldið var brenna í fjörunni við skólann og ball í skólanum á eftir.

Félaginu hafði borist að gjöf 50 númeraðar könnur með mynd af kirkjunni. Var það Merkt ehf. sem gaf svona rausnarlega. Könnurnar voru seldar á ballinu og rann ágóðinn í kirkjusjóð Átthagafélagana. Könnur númer 1 og 50 voru boðnar upp sérstaklega.

Síðustu vinnuferð 2011 lokið

[mynd 5 h]Síðustu vinnuferð í Staðarkirkju í Aðalvík er lokið. Í þessari vinnuferð var gengið frá kirkjuturninum, kirkjan máluð að innan, tröppur settar upp og gengið frá gluggum. Þó nokkur fjöldi tók þátt í vinnuferðinni. Smá frágangur er eftir sem fólk víkinni mun sinna, en stefnt er að messu í kirkjunni 17. júlí næstkomandi.

Nánar ›

Hvað er á bak við hinstu sjónarrönd?

Hin árlega messa Átthagafélagsin Sléttuhrepps í Reykjavík var haldin í Áskirkju sunnudaginn 2. maí n.k. kl 14:00. Ræðumaður var Borgþór Kjærnested og fylgir hér ræða hans.

Nánar ›

Tvær vinnuferðir vegna viðgerðar á kirkjunni að Stað í Aðalvík

Eins og þið hafið eflaust frétt þá hefur staðið yfir viðgerð á kirkjunni á Stað í Aðalvík og er það verk langt komið, enda hafa verið vaskir menn þar á ferð undanfarin sumur og staðið sig með miklum sóma.

Í sumar er ráðgert að ljúka endurbyggingu kirkjunnar á Stað í Aðalvík. Fyrihugað er að fara í vinnuferð föstudaginn 11. júní n.k.. Tvo 5-6 manna hópa þarf til að klára verkið. Það sem á eftir að gera er málningarvinna innandyra, setja járn á kirkjuna og anddyri hennar ásamt smíði á kirkjutröppum.

Messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hin árlega messa Átthagafélagsins  verður í Áskirkju sunnudaginn 2.maí n.k. kl 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Ræðumaður er  Borgþór Kjærnested. Kaffið kostar 1000 kr. pr. mann, vinsamlegast komið með pening ekki posi á staðnum. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félgasmanna.

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Sléttuhreppingar blóta þorra á Þorraþræl, laugardaginn 20. febrúar. Hvetjum Sléttuhreppinga og vini til að fjölmenna á fjörugt blót !


Skemmtinefndin, Snorri Gríms, Magga Óla, Magnús Reynir, Hagalín Ragúels, Kiddý Sigurðar, Ingibjörg Snorra, Nanný Arna, Sigrún Elvars og Hreinn Jóns yngri.